Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 41-48.
 


hvenær: 25. nóvember 2005 kl. 12:39
nafn: ásta
texti: Ég hef oft komið hingað og lesið hvað aðrir hafa gengið í gegnum en einhvern vegin ekki getað skrifað fyrr en núna. Ég á einn lítinn engil. 14 febúar 2005 missti ég 14vikna fóstur eftir mjög erfiða meðgöngu. Það var búið að blæða og ég var búin að vera með krampa frá 5 viku læknarnir sögðu okkur strax að líkurnar á því að ég mundi missa væru miklar en ég vildi samt ekki gefast upp svo lengi sem þapðvar einhver möguleiki á því að ég gæti haldið því þá ætlaði ég að reyna. Á 14 viku fór að blæða mjög mikið og barnið dó. Það var búið að segja mér að það væri erfitt að missa barn en ég vissi ekki að það væri svona sárt það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um barnið. Við komumst að því í júni að það væri annað á leiðinni, ég var ekki alveg viss hvernig mér átti að líða. núna er ég komin 25 vikur og allt gengur frábærlega. Það á samt ekkert eftir að koma í staðinn fyrir litla engilinn minn. en ég veit að hann er þarna uppi og passar litlu stelpuna sem er á leiðinni og stóra bróðir líka sem er 8 ára kraftaverk. 'eg vorkenni ykkur öllum sem hafið gengið í gegnum það að missa barn en ég trúi því að þeim var ætlað eitthvað stærra´hlutverk. Ásta

hvenær: 15. nóvember 2005 kl. 13:00
nafn: sigurbjörg
texti: Mig langar að minnast litla engilsins mins sem hefði orðið 1 árs í dag. Vegna veikinda minn neyddist ég til að fara í f-eyðingu og sársaukinn situr fast í mér. Elsku litla barnið mitt ég vildi að við hefuð fengið að kynnast, ég er lika ofboðslega þakklát fyrir að hafa stóra bróðir þinn hjá mér, an hanns veit ég ekki hvar ég væri. Ég veit þú ert í góðum höndum ég kveikti á kerti fyrir þig í tilefni dagsins, til hamingju með dagin. Mundu að ég elska þig alltaf litli engillinn minn. Þín Mamma.

hvenær: 20. október 2005 kl. 00:32
nafn: Anna
texti: Alltaf jafn gott að lesa þessi orð sem fólk er að skrifa hér inn. Ég hélt ég væri búinn með minn skammt af því að syrgja það sem aldrei varð. Var að missa fóstur í 3 skiptið í vikunni en ég á 2 yndislega drengi á lífi 14 og 11 ára og svo einn sem ég fékk að hafa í 20 vikur í móðurkviði ég hélt núna komin 11 og hálfa viku á leið að þetta væri loksins að ganga en það var eitthvað annað hlutverk sem þessu litla kríli minu var ætlað. Ég ætla ekki að gefast upp minn tími hlýtur að koma og ég fái það sem ég þrái mest í lífinu að geta fengið eitt kríli í viðbót fyrir okkur fjölskylduna því synir mínir þrá ekkert heitara en að fá lítið systkini en þeir gengu í gengum það að missa lítið systkini og var það þeim erfið lífsreynsla. Ég þakka fyrir stuðninginn sem þessi síða veitir manni þegar sorgin er sem verst. Ég samhryggist öllum sem missa litlu ljósin sín ég veit hvað þetta er hrikalega erfitt gangi ykkur vel í framtíðinni og guð veri með ykkur. kveðja mamma fjögurra lítilla engla

hvenær: 29. september 2005 kl. 14:42
nafn: Emma Hulda
texti: Þetta er falleg síða hjá ykkur, ég á einn engil hann Sölva Baldur fæddan 27 janúar 1999, d. sama dag. Systur hans tvær, pabbi og ég hugsum hlýtt til hans og kveikjum oft á kertum fyrir þennan einstaka engil sem er okkur svo kær.

hvenær: 25. ágúst 2005 kl. 22:02
nafn: xxx aftur
texti: eg samhryggist en læknar og sona folk segja að oftast taki madur eftir tvi :S þa kemur bloð eða eitthvað :( afsakið að eg se að sðyrja herna inna eg þori ekki mikið að tala um þetta við aðra sem vita þetta ekki og þa fer madur bara að stressa sig upp við ad hvort þetta se rett hja þeim en þið sem þekkið af reynslunni gætuð kannski skrifað a moti og hjalpað mer:) þa væri það æðislegt takk fyrir mig vona að eg fai svar sem fyrst og eg samhryggist ollum sem misst hafa fostur og bornin sin megi guð vera með ykkur:)

hvenær: 25. ágúst 2005 kl. 20:51
nafn: ;(
texti: hey eg skal segja þer hvad gerist hey þu veist ekkert af þvi sko þetta bara gerist eg missti minn eingil þegar eg var 19 ara og va þad vissi enginn og eg var halnud med medgonguna=/hvad gerdist en jam nuna veistu þad oki en gangi þer vel :P

hvenær: 24. ágúst 2005 kl. 21:22
nafn: xxx
texti: ég vil bara byrja a tvi ad segja ad eg samhryggist ollum sem hafa turft ad ganga i gengum tetta:S ein besta vinkona min misst fostur fyrir meira en ari og eg studdi hana i gegnum tetta allt saman henni tótti tad mjog gott og hun kikti a tessa siðu lika en nuna er eg olett i dag er eg gengin 7.vikur en getur eitthver herna sagt mer hvernig madur veit að maður se ad missa an tess ad madur vitit tad?hvort tad kemur alltaf blod eda hvernig er tetta fyrirgefid ad eg se ad spyrja ad sonalogudu herna inna eg er bara roslagea hrædd mitt fyrsta barn og eg er adeins 17.ara en gangi ykkur ollum vel i framtiðinni sem hafa misst og guð veri hja ykkur<3

hvenær: 24. júlí 2005 kl. 21:10
nafn: 17 ára stúlka
texti: þessi síða hefur hjálpað mér alveg ótrúlega mikið, í apríl 05 missti ég litla engilin minn eftir 22 vikur, stúlku sem ég nefndi Andreu Sól. þetta var erfiðasti tími sem ég hef uppifað. svo var mér sagt frá þessari síðu og ég vil bara þakka fyrir mig. órtúlegt hvað nokkur orð geta haft mikil áhrif :)

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is