Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 33-40.
 


hvenær: 20. júní 2006 kl. 08:59
nafn: Maggy  ::  maggy78@gmail.com
texti: Mig langaði til að segja að þetta er æðisleg síða hérna, Ég á einn engil sjálf ég fæddi dreng eðlilega þann 25 Okt 96 hann var fullkominn í alla staði, hann dó 3 og hálfs mánaðar gamall af völdum vöggudauða ég var nýorðin 18 ára þá, Ég sat á biðstofu á bráðadeild landspítalanns á meðan endurlífgunar tilraunir stóðu yfir, þeir náðu að fá littla hjartað hanns til að slá nokkru sinnum en hann datt alltaf út aftur og eftir 30 min á biðstofunni var mér tilkynnt að þeir hefðu hætt vegna súrefnisskorts til heilans. Ég græt hann ennþá á hverju kvöldi þó svo að í dag séu 10 ár liðin. Mig langaði bara til að deila þessu með einhverjum sem skilur mig og veit hve sárt og erfitt þetta er. kveðja ein mamma sem saknar littla engilsins síns af öllu hjarta.

hvenær: 6. maí 2006 kl. 11:25
nafn: ónefnd
texti: þetta er búið að vera frekar strembin vika ég og maðurinn minn vorum búin að bíða spennt eftir að kæmi að okkur að spreyta okkur í foreldrahlutverkinu, ég varð þunguð og var allt bjart framundan, framtíðin blasti við okkur, þegar á leið meðgönguna fengum við að vita að ekki væri allt með feldu, rúmri viku síðar fengum við þá niðurstöðu í sónar að litli engillinn okkar væri dáinn, þetta var eins og þruma úr skýji, við vissum ekki hvað var til ráða, gekkst ég undir mjög erfiða aðgerð sem situr fast í sálinni á mér, mér fynnst ég svo innantóm eftir að litla barnið mitt verðandi var fjarlægt úr líkama mínum, þó ég vissi í all nokkurn tíma að eithvað væri að neitaði ég að trúa því og var bjartsýn. Nú reynum við að vinna úr sorginni okkar, við vitum að barnið okkar er á himnum þar sem englar sitja allt í kringum það og passa það fyrir okkur, enn það virðist ekki vera nóg, við höfum huggað okkur á því að því var vel komið fyrir í duftgrafreyti í Fossvogskirkjugarði þar sem við getum sýnt því virðingu og ást á þann hátt að tendra því friðarljós og færa því blóm, ég bið faðir vor að fara vel með litla engilinn okkar þar sem það er ekki lengur í okkar höndum. Knús að eilífu m&p elska þig++++

hvenær: 5. maí 2006 kl. 20:31
nafn: ónefnd
texti: Það ríkir mikil sorg í minni fjölskyldu. Dóttir mín fór í sónar í vikunni og þá sást að fóstrið var látið. Það skilaði sér ekki eðlilega og þurfti hún að gangast undir aðgerð. Hún fékk einhverjar töflur sem framkölluðu hríðaverki og var dagurinn hryllilegur fyrir hana og manninn hennar, að þurfa að ganga í gegnum það sama og í fæðingu en ekkert barn til að halda á það er hryllilegt. Elsku krakkar mínir gangi ykkur allt í haginn ég elska ykkur kveðja mamma

hvenær: 20. febrúar 2006 kl. 09:24
nafn: Matta
texti: Hi i dag er komin 2 ár sem eg missti litla engilinn min eg sakna hennar allaf og hugsa hvernig þetta væri ef hun væri hér hja mér en mundi litla stelpa min mamma elska þig allaf og sakna þin gedveikt love u .....

hvenær: 31. janúar 2006 kl. 21:22
nafn: Anna Bryndís  ::  annabryndis87@hotmail.vom
vefur: http://blog.central.is/akureyrargellan
texti: Í dag eru nákvæmlega 8 ár síðan að mamma mín missti fóstur og það var litla systir mín hún Berglind við minnumst hennar öll fjölskildan min með því að fara upp í kirkjugarð þar sem að leiðið hennar er og kveikjum á kertum mamma var komin alveg þokkalega langt á leið það var alveg að vera komið að því að hún ætti að eiga þetta var annað barnið sem að hún missti því að hún missti einnig stelpu 81 en ég samdi ljóð um systir mína þegar að hún dó og ég ætla að setja það hérna með Ég var aðeins 11 ára er þú fórst Dauðinn já dauðinn aðskildi mig og þig Á næturnar ertu hjá mér en aðeins í draumi Á daginn ertu hjá mér en aðeins á myndum Ég var aðeins 11 ára er þú fórst Ég þekki þig ekki en samt elska ég þig Ég sakna þín Kveðja Anna Bryndís P.S. Þessi síða er æðisleg og hefur hjálpað mér mjög mikið því að það tekur á að eiga litla systir sem að er dáin

hvenær: 17. janúar 2006 kl. 08:37
nafn: Rakel
texti: 2 ár í dag síðan litli engillinn minn fór til himna. Mikið er tíminn fljótur að líða... en maður verður nú en lítill í sér þegar maður hugsar til þessara atburðar! Takk fyrir góða síðu hún hjálpaði mér mjög akkúrat fyrir tveimur árum í dag!

hvenær: 4. desember 2005 kl. 09:50
nafn: Hugrún Helga  ::  huggaketel@visir.is
texti: Sælir foreldrar Lítilla Engla, langar að byrja á því að hrósa fyrir fallega og vel unna síðu. Mér var bent á þessa síðu og hefur hún hjálpað mér pínu á þessari erfirði stundu sem ég er að ganga í gegnum núna :( Var að missa lítinn englinn núna 30 nóv 05 eftir 22 vikur+ 4 daga meðgöngu. Lítil stelpa kom og var henni gefið nafnið Ragnheiður Agigo. Kv Hugrún

hvenær: 26. nóvember 2005 kl. 01:15
nafn: Heiða
texti: Sæl öllsömul. Ég hef marg reynt að skrá mig inn á umræðuna,en ekki tekist, en mig langar til að segja ykkur mína sögu.(stundum þarf jú að tala) Þannig er að árið 1989 missti ég tæpra þriggja mánaða fóstur, ég hugsaði ekki mikið um það fyrstu árin en eftir því sem að tímarnir liðu hugsaði ég meira um "það" og saknaði sárar. Ég fór á fund miðils, sem sagði mér að hinumegin ætti ég dreng. Nú hélt ég að auðveldara yrði að taka á sorginni, en nei, þá nefndi ég hann. Eftir að ég hafði "hitt" hann á miðilsfundi og hann komið fram undir nafninu Stefán, fékk hann það nafn, en alltaf var hugsunin um hann sárari. (afhverju) Þarna var ég bara að því komin að gefast upp. Ég hugsaði mikið hvað eða hvort ég gæti eitthvað gert, til að róa sjálfa mig niður. Þá datt mér til hugar að eignast eitthvað áþreifanlegt í hans nafni (til minningar) ég lét því útbúa fyrir mig, nokkurskonar óskabrunn, á honum er mynd af móður með barn, í þetta lét ég líka setja stað fyrir kerti. Kertið lýsir upp andlitin, og þar sem að þau snúa "öfugt"(t.d. hola þar sem nefið á að vera) þá verður þetta allt mjög lifandi þegar að ljósið lýsir þetta upp. Þó svo að ég sé búin að fá þetta þá hugsa ég (eðlilega) oft til hans Stefáns míns, en nú er mikið mildara að minnast hans, auk þess get ég nú snert hlutinn "hans" sem bara ég og hann þekkjum. Ég vil svo að lokum votta ykkur öllum samúð. Fyrirgefið þessa langloku, ég bara varð að koma þessu frá mér, vonandi getur þetta létt eitthverju birðina, ég veit hve ervið og þung hún getur verið. Í Guðs friði.

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is