Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Velkomin á litlirenglar.is
Að missa barnið sitt er án efa einn erfiðasti atburður lífs okkar. Eftirvæntingin eftir ófæddu barni okkar er mikil og spennan vex með degi hverjum og konan sem gengur með barnið finnur alltaf einhverja nýja tilfinningu sem hún deilir með maka sínum. En því miður er ekki öllum börnum okkar ætluð framtíð í þeim heimi sem við búum í og eins sárt og það er nú, deyja þau frá okkur. Eftir sitjum við með brostið hjarta, tóma vöggu og milljón spurningar sem oft enginn getur svarað. Þessi lífsreynsla er erfið og gott er að geta talað við einhvern náinn eða jafnvel einhvern hlutlausan sem að veitir huggun og það er gott að geta tala mikið um tilfinningar sínar þegar svo á stendur.

Samtökin Litlir Englar eru ætluð þeim sem að hafa misst börn sín í móðurkviði í fæðingu eða stuttu eftir fæðingu sem og þeim sem að þurfa að binda enda á meðgönguna vegna alvarlegs fæðingargalla barns síns. Síðan er einnig ætluð þeim sem misst hafa börn sín einhvern tímann á lífsleiðinni sem og þeirra sem einhverja hluta vegna telja sig þurfa á síðunni að halda. Samtökin voru stofnuð þann 26. janúar 2002 af Hildi Jakobínu Gísladóttir móður lítils engils.

Í byrjun var starfsemi lítilla engla hugsuð sem samtök en ekki þótti nógu mikill áhugi fyrir því að hittast reglulega þannig að úr varð að heimasíðan var gerð og þjónar þeim tilgangi að veita fólki upplýsingar og stuðning, miðla af reynslu og gefa ráðgjöf. Eftir að umræðan kom á hefur fólk jafnvel verið að hittast og styðja þannig hvort annað. Við vonum að síðan veiti fólki einhverja huggun í sorginni og bendum fólki á að senda okkur tölvupóst ef það er eitthvað sem að þið viljið koma á framfæri.

Fjárframlög eru vel þegin og má leggja inn á reikning samtakanna hjá Búnaðarbankanum í Kringlunni: 0323-26-2442. Kennitala lítilla engla er 650102-4870.

 
... engar fréttir skráðar ...
 

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is