Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Ljóð til litlu englanna okkar:

Til lítils engils
Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú saknar mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra tárin þín.
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði mig til sín.

Segðu pabba að ég elsk´ann því pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu ofurlágt.
Segð´onum frá stjörnunni sem á himnum skærast skín,
kennd´onum að þekkja hana því hún er stjarnan mín.

Núna áttu lítinn engil sem vakir yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín fyrir þig.

Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér til mín,
láttu á leiðið mittt hvíta rós, það læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð ávallt þín.
Mamma

 

Til litla drengsins.
Ljósið á himnum lýsi þér
litli fallegi drengur.
í hjarta mér og fleiri hér
brostinn er einn strengur.

Í orðstað móður
þú ert dáinn drengurinn minn
og dagurinn enn ekki risinn.
Guð vermi þig við vanga sinn
vakandi mamma grætur.

Kveðja,
Mamma

 

Bros þeirrar stúlku
Lítil stúlka veginn gengur,
Ekki hjá mér er hún lengur.
Hvers vegna er hún ein í ferð,
þú sem allt líf og sorg sérð.

Erfitt er að horfa á þá mynd,
manni finnst þetta vera synd.
Að taka burtur engill þann,
sem blíðu og hlýju ég alltaf fann.

Hvernig var ferðin litla dís,
Ganga englar um í peysuflís.
Er Bubbi byggir að smíða þar hús,
Er mamma Línu með blóm í krús.

Er afi í sjónvarpi með töftra-tæki,
er töfrakarl með mikla klæki.
Eru blóm í garði sem aldrei deyja,
eru álfar, tröll og hafmeyja.

Hvernig er Guð sá skrítni karl,
er hann með garð eins og aðalsjarl.
Er Jesús með engla til að lækna mig,
hvenær kem ég til með að sjá þig?

Ef ég gæti bara komið og þig sótt,
Þá liði mér betur þó eina nótt.
Ég hef grátið og hugsað um það sem var,
ég horfi á dótið sem bróðir þinn bar.

Rúmið þitt er óhreyft í nótt,
þó þú grátir ég get þig ei sótt.
Guð, huggaðu barnið mitt fína,
berðu til hennar kveðju mína.

Elsku engill ég kveð þig nú,
erfið er ganga lífs míns nú.
lifðu og líði alltaf vel þér,
taktu svo á móti mér.

Ég passa stóru dúkkuna þína,
ég set hana undir sængina mína.
Ég hef bangsann hjá mér,
sá sem hlýju gaf þér.

Ég gat ekki sofnað í kvöld,
sorgin og harmurinn hefur völd.
Mig langar svo að faðma þig aftur,
bar´ef ég gæti, bara aftur, og aftur...

En ég verð að trúa á það sem er satt,
hann sem á enda líf þitt batt.
Að hjálpi mér að skilja ný,
hvers vegna, afhverju, því...

Ég heyri þig kalla; pabbi, pabbi,
en ég get ekki svarað því kalli.
Er eins og bundinn og fjötraður niður,
í sálu minni er hávær kliður.

Afhverju er þetta líf svo grimmt,
afhverju er líf mitt gert dimmt.
svarið er ekkert og ekkert svar,
spyr alla - ekkert svar!

Ort um litla stúlku sem dó og hvaddi heiminn með brosmildri mynd í mbl.

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is