Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hvað get ég sagt við fólk sem lendir í þessu?
  • Segðu að þér þyki þetta alveg hræðilega leiðinlegt (þessi orð gefa manni mikið)
  • Segðu hve mikið þú vissir hvað hann/hún þráði þetta barn (hérna ertu að segja manneskjunni hvað hún hefur misst mikið og það gefur henni stuðning)
  • Segðu að það sé í góðu lagi að gráta( fólk fær þá vitnesju um að enginn dæmir þau fyrir að syrgja, gráta og vera döpur)
  • Spyrðu hvort þú megir hringja aftur í næstu viku til að athuga hvernig hún/hann hafi það (gott er að vita að stuðningurinn er ekki aðeins í byrjun áfallsins)
  • Þegar þú hringir aftur spyrðu hvernig henni/honum líði núna gagnvart missinum(það er alltaf gott að geta talað um þetta fyrir einstaklinginn sem lendir í því)
  • Segðu eins og er, að þú vitir ekki alveg hvað þú eigir að segja (þetta er hreinskilið svar. Manneskjan veit þó að þú ert til staðar ef hún þ.arf á þér að halda)
Öll þessi ofannefndu ráð opna dyrnar að frekari samræðum og koma erfiðum og viðkvæmum samræðum af stað.

Hvað á að forðast að segja við fólk í þessum aðstæðum?
Auðvitað er ekki gott að segja hvað sé rétt og hvað sé rangt að segja en reynslan hefur kennt fólki að nokkur atriði séu sár að heyra:

  • Þú getur alltaf átt annað barn(þetta var barnið sem þau vildu)
  • Það hefur sennilega bara eitthvað verið að barninu, náttúran er að taka málin í sinar hendur(þetta gæti verið satt en í huga okkar foreldranna var þetta hið fullkomna barn og þannig viljum við hafa það)
  • Þetta er guðs vilji (Sumir trúa þessu og aðrir ekki og óþarfi að fara að rökræða það á þessari stundu)
  • Þú þekktir þó barnið ekkert, það hefði verið miklu verra ef þetta hefði gerst með eldra barn(Margar konur mynda sterk tengsl við ófædd börn sín og þeirra sorg er mjög mikil á sama hvaða stigi það er)
  • Ég veit hvernig þér líður( Er það raunin? Veistu það virkilega? Allir syrgja á sinn hátt og því aldrei hægt að fullyrða svona. Þetta getur líkað hljómað hrokafullt í eyru syrgjendanna)
  • Þetta var ekki orðið barn ennþá( Sorg foreldranna er til barns en ekki fósturs svo þeirra sorg er mikil og djúpstæð)
  • Ertu ekki búin að jafna þig á þessu? (það er óþarfi að spyrja að þessu, sá sem spyr getur dæmt um það sjálfur því maður jafnar sig aldrei fullkomlega á þessu áfalli). Miklu nær er að spyrja hvernig manni líði.
Það er best að sýna bara stuðning og leyfa fólki að syrgja því það verður ekki hjá því komist. Öll þessi ofannefndu atriði eru sár og ónauðsynleg. Allt sem að fólk þarf er öxl til að gráta á og klapp á bakið og einhvern til að tala við og tjá tilfinningar sínar.

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is