Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 105-112.
 


hvenær: 25. júní 2004 kl. 22:08
nafn: Lilja
texti: Ég átti dóttur mína í ágúst 1998,hún fæddist andvana eftir 33.vikna meðgöngu og aldrei fannst nákvæmlega út hvað gerðist,það voru engin svona samtök þá og ekkert talað um andvana fædd börn eða litningargalla,ég hélt að ég væri ein með þetta en svo sér maður hér hvað margir hafa í raun þurft að ganga í gegnum þessa sorg,innilegustu þakkir til þeirra sem stofnuðu þessi samtök og til þeirra sem deila reynslu sinni með okkur. Guð blessi litlu englana okkar og fjölskyldur þeirra.

hvenær: 25. júní 2004 kl. 01:46
nafn: Magnea  ::  magnbald@hotmail.com
texti: Ég skrifaði hér í gestabókina 17. mars 2003. 3.mánuðum eftir að litla eingla barnið mitt fæddiat. Það var eftitt en á sama tíma var það mjög gott, því eins og sumir kanski kannast við er ekki aðvelt að tala um þessa hluti. Vegna særinda sem því fylgir að missa barn og vegn reiði sem ólgar innra með manni og maður nær ekki á þeim tíma að losna við. En ástæðan fyrir því að ég skrifa núna í gestabókina aftur er sú að ég var að kíkja í fyrsta sinn aftur inn á heimasíðuna síðan ég skrifaði seinast. Ég vil þakka ykkur kærlega fyrir öll þau fallegu orð sem þið hafið skrifað hér og stuðninginn. Ég fann friðinn aftur í trúnni og fyrirgaf Guði fyrir að taka litlu dóttur mína (stundum verðum við líka að fyrirgefa honum) og eftir það lá leiðinn upp á við. Í dag á ég 5.mánaða gamla og ofsa heilbrigða dóttur. Þegar hún fæddist grét ég vegna þess að hún andaði og allt var í lagi ég var svo þekklát fyrir það að hún var heilbrigð og þetta var besti dagur lífs míns. Mig langar að segja nokkur orð til þeirra sem lenda í þessu sama og ég að missa lítin eingil. Ég veit að það er erfitt en um leið og ég var jákvæð og fór að hlúa að mér, losa mig við reiðinna með að fyrirgefa. Gat ég syrgt í ró og mér fór að líða mikið betur. Þetta virkaði fyrir mig og ég vona að þetta virki fyrir aðra. En ekki drífa ykkur um of því að það er holt að gráta og syrgja. Tíminn læknar. Ég viðurkenni það að auðvita koma tímar að ég gráti hana og það líður enn ekki dagur án þess að ég hugsi ekki til hennar. Kærastinn minn getur stundum talað um hana og við förum stundum út í kirkjugarð að heimsækja hana, við tölum til hanar. Við erum ein stór fjölskilda og hún er þar talin með. Hvorki ég né kærastinn minn viljum að hún gleimist og hún lifir í hjarta okkar. Guð blessi ykkur öll og veri með ykkur í sorgini. Kær kveðja Magnea

hvenær: 14. júní 2004 kl. 22:56
nafn: Guðrún
texti: Langaði bara að segja að ég hef oft og mörgum sinnum komið inn á þessa síðu en hef aldrei haft orku í að skrifa hérna ég missti dóttur mína fyrir dálitlum tíma og ég sakna hennar alveg ofsalega mikið ég tárast en í dag þegar að ég hugsa um að ég gæti átt litla systur en hún fór bara frá okkur en ég hef ákveðið að hugsa um þetta eins jákvæt og ég get beðið þessa að Guð gæti hennar þar sem að ég er aðeins 16 ára þá má ekki halda að lífið gangi ekki sinn gang en þá er allt sem að ég man eftir að hafa ætlað að segja komið eða svona nææstu ég ætla ekki að gleyma að þakka þeim sem að stofnuðu þessa síðu fyrir þessi síða hefur hjálpað mér í gegnumsorgina

hvenær: 14. júní 2004 kl. 04:13
nafn: Margrét
texti: Langaði bara að kvitta fyrir mig hérna. Ég á 2 litla engla síðan 1991 og 1992, og hugsa oft til þeirra, þeir voru svo velkomnir. Þessir litlu englar vaka yfir og passa örugglega bræður sína sem komu seinna og eru gleðigjafar foreldra sinna. Mamma hugsar oft til ykkar litlu englarnir mínir.

hvenær: 18. maí 2004 kl. 21:24
nafn: Elín  ::  elinalberts@simnet.is
texti: Mikið hefði nú verið gott að hafa svona síðu 1977 þegar ég fæddi drenginn minn andvana eftir 42ja vikna meðgöngu, þá var ekki svona opin umræða um þessa hluti. Ég sá hann ekki,treysti mér ekki til þess og ekki var okkur sagt að við gætum nefnt barnið. Reiðin var alveg rosaleg á þessum tíma, en sárindin eru enn til staðar eftir öll þessi ár. Ég á 3 drengi sem eru á aldrinum 12- 26. Guð blessi ykkur öll.

hvenær: 15. maí 2004 kl. 08:03
nafn: Auður
texti: Í dag er 15. maí og ef allt hefði gengið að óskum hefði drengurinn minn átt að koma í heiminn í dag. Hann fæddist í desember eftir 19 vikna meðgöngu. Hann greindist með mjög alvarlegan litningagalla og var fæðingunni komið af stað. Þetta er skrýtinn dagur en ég veit að litli drengurinn minn er á góðum stað með fullt af öðrum litlum englum. Ég kíki oft á þessa síðu ykkar og finnst það mjög gott. Þakka fyrir mig, Auður

hvenær: 26. apríl 2004 kl. 09:18
nafn: Helga
texti: Í dag hefði engillinn minn átt að fæðast. Þetta er skrítin tilfinningþví það er eins og ég sé búin að bíða eftir þessum degi þótt sex mánuðir séu síðan ég missti hann. Þessi lífsreynsla er sár en hefur þó kennt mér svo margt. Guð blessi ykkur öll.

hvenær: 21. apríl 2004 kl. 00:27
nafn: Harpa  ::  harps@strik.is
texti: Til hamingju með spjallborðið ykkar!! Frábært framtak hjá ykkur!! Þið eigið heiður skilin fyrir þessa síðu. kv Harpa

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is