Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð,
skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 113-120.
hvenær: 20. apríl 2004 kl. 22:41
nafn: Gunnvör Braga :: braga@simnet.is
texti: ég átti lítinn engill 20 apríl 1994 eða fyrir 10 árum síðan. í dag er ég búin að sitja og hugsa um hann því alltaf sakna ég hans jafn mikið þó ég eigi 4 aðra prinsa.
Kveðja Braga
hvenær: 12. apríl 2004 kl. 01:45
nafn: Berglind Eir
vefur: http://folk.is/krutt_nr_1 texti: Hæhæ og vonandi hafa allir átt gleðilega páska. Þetta er rosalega falleg síða og ég samhryggist öllum sem misst hafa litlu englana sína, jafnvel þótt að þau hafi enn verið á fósturstigi því um leið og kona veit að hún er ófrísk gerist eitthvað innra með henni og allskonar tillfinningar hellast yfir. Veit þetta sjálf því ég er komin 20 vikur á leið og er ótrúlega hamingjusöm og allveg tilbúin (fyrsta barn) en svo skjóta ýmsar hugsanir upp kollinum og maður hugsar: Verður það heilbrigt, gengur allt vel á meðgöngunni og fleira í þá áttina. Þessi síða er allveg einstaklega falleg og kemur manni til að hugsa. Farnist ykkur öllum vel í framtíðinni.
hvenær: 5. apríl 2004 kl. 13:39
nafn: Heiða Dögg Guðmundsdóttir :: heida@snerpa.is
vefur: www.folk.is/heida83 texti: Ég hef aldrei séð svona fallega síðu og gat varla lesið hana fyrir tárum. Ég vil minnast tvíburasystir minnar sem ég missti þegar við vorum tveggja mánaða, við fæddumst tveimur mánuðum fyrir tíman og var hún ekki nema 2 merkur. Ég hugsa oft um hana þó það séu liðin tuttugu ár síðan hún dó eða í des´83. Það vantar alltaf hinn helminginn af mér. Hlakka til að hitta þig aftur þegar þar að kemur. Elsku Lára Dröfn megi guð vaka yfir þér. Ég sendi samúðarkveðju til allra sem hafa misst englana sína. Kveðja Heiða
hvenær: 1. apríl 2004 kl. 21:46
nafn: Hugga
texti: Ég og kærastinn vorum að reyna að eignast barn núna í fyrsta skipti. Ég fékk jákvætt fyrir nokkrum dögum síðan en í dag kom neikvætt og svo byrjaði að blæða. Ég var ekki komin nema um 5 vikur, en þetta er samt svo sárt. Við vorum farin að hlakka svo mikið til. En við erum ung og hraust þetta kemur vonandi næst. Ég bið Guð um að gæta litla engilinn okkar.
hvenær: 1. apríl 2004 kl. 00:37
nafn: jóna :: tomasv@simnet.is
texti: Ég er búin að skoða þessa síðu oft en hef aldrei fengið mig til að skrifa. Ég eignaðist Emilíu 'Astu og fékk að eiga hana í þrjár viku en svo fór hún frá mér hún dó vöggudauða. Ég er í svo mikilri sorg að ég er búin að vera,hún fór frá mér 18 febrúar og ég veit ekkert hvað ég á að gera ég reyni bara að lifa hvern dag fyrir sig en þetta er samt sárt. kv Jóna
hvenær: 26. mars 2004 kl. 19:01
nafn: Anna :: abj@mi.is
texti: Hæ hæ. Ég sá þessa síðu fyrst í gær og fannst rosalega gott að heyra aðra tala um sína reynslu varðandi barnsmissi. Ég fæddi andvana dóttur 1997 komin 7 mánuði á leið.
Það var rosalega erfiður tími og enn í dag erum við auðvitað ekki sátt við það sem gerðist. En það hjálpar að geta talað við fólk sem hefur sömu reynslu. Vonandi verður settur upp spjallvefur á þessari síðu sem fyrst, ég er viss um að hann verður mikið notaður.
hvenær: 25. mars 2004 kl. 21:38
nafn: dóra
texti: ég átti lítinn engill 16 janúar síðastliðinn, litla stúlku sem ég gaf nafnið Kolfinna Björg hún fæddist andvana eftir fulla meðgöngu. Sorginn og söknuðurinn er mikill en litli engillinn minn er á góðum stað núna og vakir yfir okkur með öllum hinum litlu englunum.
Þessi síða er ótúlega gott framtak og hjálpar án efa mörgum.
hvenær: 25. mars 2004 kl. 18:17
nafn: Svala :: svalah@simnet.is
vefur: http://folk.is/svalah/ texti: Ég vissi ekki af þessari síðu fyrr en í dag rakst bara á hana. Ég átti gullfallegan dreng, Kristófer 11. febrúar síðastliðinn. Hann er nú rúml. sex vikna.
Honum er vart hugað líf. Við erum farin að undirbúa okkur undir sorgina því hún er mjög líklega á næsta leiti. Einnig hefur verið erfitt að ganga í gegnum þetta með honum, hann er búinn að vera svo veikur. Hann er orðinn stærri en lungun eru svo illa farin. Þetta er líka búinn að vera langur tími í öndunarvél. Nú er hann í 100% súrefni svo að...ef þið viljið kíkja á heimasíðuna hans er það velkomið. ég skrifaði veffangið hér fyrir ofan. Ég hef líka lent í því að missa barn í móðurkviði reyndar var ég gengin 2 mánuði þá. En það er svakalega erfitt að þurfa að búa sig undir þetta. Hann er orðinn svo mikill karakter og svo undurfallegur elsku drengurinn minn...
|