Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð,
skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 97-104.
hvenær: 5. ágúst 2004 kl. 14:56
nafn: anja
texti: Hæ hæ og takk fyrir alveg frábæra síðu, ég er mikið búin að skoða hana og tárast yfir að lesa mikið hérna inni, en aldrey gat ég gert mér grein fyrir því hvað væri erfitt að missa eithvað eins og núna, ég misst fóstur núna fyrir stuttu en var ekki komin langt eða 8 vikur.. en sorgin mín er mikil og erfitt að komast yfir þetta.. Vil bara segja við ykkur allar sem þurfa að ganga í gegnum þetta að ég samhryggist ykkur öllum.. Ég er að reyna að finna leið til að komast yfir þessa sorg en þetta er svo erfitt, er ennþá með smá einkenni, og forðast alla sem er óléttir, er alltaf með tárin í augunum.. Enn og aftur vil ég þakka fyrir frábæra síðu....
hvenær: 27. júlí 2004 kl. 23:00
nafn: Hildur :: ragnarj@isl.is
texti: Í dag eru nákvæmlega 2.vikur í áætlaðan fæðingardag hjá mér en ég missti eftir 5.mán.meðgöngu. Mér líður óskaplega illa og kvíði fyrir deginum. Þetta er þyngra en tárum tekur,ég skil ekki tilganginn með þessu eins og allir eru að segja við mig. Ég bið bara góðan Guð að hjálpa okkur hjónunum og vonandi fáum við fljótlega annað tækifæri. Takk fyrir yndislega síðu,hún er búin að hjálpa mér mikið.
hvenær: 22. júlí 2004 kl. 15:12
nafn: Matthildur
texti: eg sakna litla dulluna sem atti ad koma i heimin 20 juli 2004 eg sakna hennar mikid og hugsa til hennar en eg veit ad allir passa hana fyrir mig takk fyrir.
hvenær: 18. júlí 2004 kl. 21:28
nafn: Svala :: svalah@simnet.is
texti: Falleg síða...var að missa son minn hann Kristófer, hann var að verða 5 mán, vildi bara segja að ef einhverjum vantar hjálp við missi endilega að hafa samband við mig...ég vil hjálpa fólki
hvenær: 10. júlí 2004 kl. 15:52
nafn: Sveinn Hjörtur :: ritstjorn@pabbar.is
vefur: http://www.pabbar.is texti: Til hamingju með spjallsvæðið !!
Kær kveðja,
við á pabbar.is
hvenær: 4. júlí 2004 kl. 00:13
nafn: Helga
texti: Takk kærlega fyrir þessa síðu ,hugsa oft til litla engilsins sem átti að koma í heiminn í okt. 2003 ,en var látinn í 20 vikna sónar :( Bíð núna bæði með kvíða og tilhlökkun eftir litla krílinu sem á að fæðast í október á þessu ári 2004 :) ´Mjög góð síða takktakk
hvenær: 30. júní 2004 kl. 16:46
nafn: Fönn Eyþórsdóttir :: fonne@isl.is
texti: Ég eignaðist litinn engil í nóvember 2000. Hann fæddist andvana eftir 38 vikna meðgöngu. Ég sakna hans alltaf þó svo að ég eigi 3 önnur börn. Mér varð hugsað til lítilla engla út um allt þegar ég stóð úti á svölum áðan og var að pússa krossinn af leiðinu hjá syni mínum. Nú er bara að herða sig upp og halda áfram því það þarf nú að mála hann líka.
hvenær: 29. júní 2004 kl. 16:55
nafn: Solveig Margrét Þórsdóttir :: sollam@vortex.is
vefur: http://barnaland.is/barn/8958 texti: Þetta er alveg æðisleg síða hjá ykkur,vinkona mín missti litla engilinn sinn fyrir rúmu ári síðan,og ég finn svo til með ykkur öllum hér
Guð vaki yfir börnunum ykkar
Solla
|