Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 89-96.
 


hvenær: 29. desember 2004 kl. 17:17
nafn: Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir  ::  eyja87@hotmail.com
vefur: http://barnaland.is/barn/24430
texti: Hæhæ ohh hvað er gott að það skuli vera til svona síða ég vil bara votta öllum sem misst hafa litlu englana sína samúð mína. Sjálf var ég ekki nema 16.ára gömul þegar ég missti fóstur þá gengin 3.mánuði reyndar hafði það verið dáið í ca 2 vikur þegar byrjaði að blæða, ég og kærastinn minn sem er jafngamall mér áttum voðalega erfitt með að sætta okkur við þetta tilhlökkunin var svo mikil. Það var á menningarnótt árið 2003 sem það var tekið frá okkur. En núna rúmlega ári seinna erum við nýbúin að eignast þessa falegu stúlku sem fæddist 30.okt síðastliðin:) við erum alveg í skýjunum yfir henni:) Þó við séum bæði aðeins 17ára gömul er alveg rosalega erfitt að líta til baka og minnast þess sem við misstum:( en hún/hann er nú á himninum sem lítill engill og vakir yfir okkur og systur sinni.. Takk fyrir..

hvenær: 19. desember 2004 kl. 17:36
nafn: Katla
texti: ég vil bara þakka fyrir frábæra síðu..ég og kærastinn minn þurftum að takast á við það að binda enda á 20 vikna meðgöngu vegna alvarlegs hjartagalla hjá litla drengnum okkar. það er mjög erfitt að horfast í augu við að lífið þurfi að halda áfram án hans en maður verður að gera það. mér finnst mjög gott að geta skoðað þessa síðu og ég samhryggist öllum sem hafa þurft að ganga í gegnum þetta.

hvenær: 18. desember 2004 kl. 10:13
nafn: sonja!!!
texti: æji... guð... geggjað sárst að lesa þetta.. fékk alveg tár i augun.... ég samryggist innilega öllum sem hafa misst börnin sín!!!

hvenær: 7. desember 2004 kl. 13:25
nafn: Ingunn
texti: Ég vil byrja á því að þakka fyrir þessa frábæru síðu sem erfitt er að lesa án þess að tárin fara að streyma niður kinnarnar. Ég á lítinn engil sem fæddist 15.05.1997 eftir 22 vikna meðgöngu. Sorgin og söknuðurinn er mikill og erfitt að skilja hvers vegna heilbrigt barn er hrifsað úr móðurkviði og sent áfram til æðri máttarvalda nánast fyrirvaralaust. Elsku litli engillinn minn, ég elska þig alltaf. Þín mamma

hvenær: 6. desember 2004 kl. 00:17
nafn: Belinda Ýr  ::  belihil@khi.is
texti: Ég vil byrja á því að votta öllum samúð mína sem misst hafa börn sín eða fóstur. Ber mikla virðingu fyrir þeim sem hafa gengið í gegnum þetta. Ég missti litla barnið mitt 26. ágúst síðastliðinn og er ekki að sjá tilganginn með þessu lífi án þess. Samt var ég einungis búin að ganga með það í tæpar fjórtán vikur. Það segja allir við mig að þetta lagist með tímanum en mér finnst þetta bara versna. Einnig segja allir að ég eigi að hugga mig við það að eitthvað hafi verið að fóstrinu, þess vegna hafi ég misst en ég get ekki heldur sætt mig við það þar sem þetta var litla barnið mitt sem var svo velkomið í heiminn. Ég ætlaði að veita því svo mikla ást og umhyggju. Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um þetta og finnst þetta verða erfiðara og erfiðara eftir því sem nálgast febrúar en ég átti að eiga 24.feb.2005. Það er mjög gott að hafa þessa síðu, er margoft búin að skoða hana en ekki haft kjark til að skrifa.

hvenær: 23. nóvember 2004 kl. 16:35
nafn: Guðbjörg
texti: Ég vil nú óska öllum til hamingju með þessa síðu. Ég vil bara votta þeim öllum sem eiga í hlut samúð mína.

hvenær: 5. nóvember 2004 kl. 10:28
nafn: Sigrún
texti: Ég kem ekki upp orði núna eftir að hafa lesið gestabókina. Það sem ég er að upplifa núna er minn missir á mínum englum. Ég tek það fram að ég á þrjú frábær börn í dag og mér finnst ég ekki hafa efni á því að "kvarta" miða við marga aðra. En ég hef þrisvar sinnum misst fóstur á 10.-12. viku og það var mjög erfitt, sérstaklega síðast, árið 2003. Ég grét í marga daga. Samt var ég allltaf að peppa mig upp og sagði við sjálfan mig: "Heyrðu, harkaðu af þér, þú átt þrjú heilbrigð börn" En samt sem áður þá er söknuðurinn mjög mikill. Ég held að það skipti ekki máli hversu mörg börn við eigum, missirinn er alltaf jafn sár. Það sem ég er að reyna að segja er að ég gaf mér ekki tækifæri til þess að syrgja þess litlu engla vegna þess að mér fannst ég ekki eiga rétt á að tala um það því ég átti börn fyrir. Þetta er mjög röng hugsun því hver og ein meðganga er upplifun og þegar henni endar skyndilega þá hefur maður allan rétt til að syrgja, hversu mörg börn maður á fyrir. Þessi lesning og hugleiðing mín hefur hjálpað mér og gefið mér tækifæri á að gráta aðeins og létt af mér. Takk fyrir þessa heimasíðu. Kveðja, Sigrún.

hvenær: 29. október 2004 kl. 11:46
nafn: osk  ::  rakelosk_39hotmail.com
texti: hæ hæ mig langar bara að segja það að þetta er æðisleg siða,eg hef misst tvisvar a stuttum tima og það er mjög erfið lifsreynsla,eg var kominn 8 vikur i fyrra skiptið og svo 12 vikur i seinna skiptið en eg a 2 straka daginn i dag og þeir eru litlu gullmolarnir minir;)eg veit ekki hvar eg væri an þeirra.sa eldri er fæddur i des 99 og yngri er fæddur 16 mai 04 þeir eru baðir svo yndislegir...en það sem eg hef gengið i gegnum með það að missa 2 fostur er nu ekkert miðað við hvað sumar herna hafa gengið i gegnum,rosalega eru þið sterkar eg er ekkert sma stolt af ykkur;) kær kveðja osk

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is