Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð,
skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 81-88.
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 16:19
nafn: Hrund, Nonni og Selma Rún :: hrundss@hotmail.com
texti: Elsku Sigurpáll og Hildur í dag eru 4 ár síðan Dagný kom í þennan heim og kvaddi, þessi tími er fljótur að líða en líður aldrei úr minni mans. Í dag hefur annar lítill engill komið í heiminn og veitt ykkur án efa mikla hamingju. Ég get engan vegin sett mig í spor ykkar nú þegar ég hef sjálf átt minni yndislega engil og þá miklu upplifun að fá hana í hendur sínar heilbrigað og fá að lifa hvern dag í með hana í fanginu.
Kveðja frá litlu fjölskyldunni í eyjum
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 12:10
nafn: Eygló, Kjartan og Sveinbjörg Júlía
vefur: http://www.barnaland.is/barn/17398 texti: Elsku Dagný litla yndislega frænka.
Í morgun þegar ég vaknaði þá hugsaði ég svo mikið til þín, samt vissi ég ekki að í dag væri dagurinn sem þú fórst frá okkur. Ég held þú hafir verið að láta mig vita að þú lifir ennþá þótt þú sért farin:)
Við elskum þig elsum þig og við vitum að þú vakir yfir okkur öllum.
kveðja
Eygló, Kjartan og Sveinbjörg júlía
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 11:08
nafn: Þórdís
texti: Elsku Hildur, Sigurpáll, Egill Breki og Hrafnkatla
Nú eru fjögur ár frá því að litli engillinn ykkar fæddist og dó.
Árin líða. Lítil kát stúlka, Hrafnkatla hefur bæst í fjölskylduna. Þótt sárin grói með tímanum veit ég að enginn verður samur eftir að missa barn.
Dagný lifir áfram í hjörtum ykkar. Þrátt fyrir líf hennar hafi verið örstutt þá var tilvist hennar áhrifamikil og hennar verður minnst alla tíð.
Það er erfitt að lesa öll þau skilaboð á gestasíðunni frá fjölskyldum sem hafa misst börn, það er mesta sorg sem ég get ímyndað mér. Ég vil votta öllum þeim sem bera slíka sorg samúð mína.
Kveðja, Þórdís
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 10:55
nafn: Bylgja :: bylgjas@kopavogur.is
texti: Elsku Dagný, litli engill Eins og Heiða ffrænka munum við Andri Snær hveikja á kerti fyrir þig í kvöld og senda þér ljósið til himins þar sem þú brosir með öðrum litlum englum
Bylgja frænka
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 10:19
nafn: Heiða Björg Scheving :: heidasch@mi.is
texti: Elsku Dagný
Í kvöld kveikjum við á kertum í Krókamýrinni í minningu þína.
Þin frænka Heiða Björg
hvenær: 26. janúar 2005 kl. 09:26
nafn: Lára
texti: Elsku litla Dagný.
Nú eru fjögur ár síðan þú komst í heiminn og yfirgafst hann nokkrum andartökum síðar.
Nú situr þú við rúmstokkinn hjá stóra bróður og litlu systur og syngur þau í svefn á kvöldin.
kv., Lára
hvenær: 2. janúar 2005 kl. 21:56
nafn: jóhanna. :: noasig@hotmail.com
texti: Halló ég vill byrja á því að þakka fyrir þessa frábæru síðu. ég lennti í því að þurfa að binda enda á líf litils engils í sept þegar ég greindist með krabbamein í móðurlífi,þetta var sennileg erviðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka í lífinu,en ég á einn lítinn engill 4 ára strák sem hefur hjálpað mömmu sinni mikið. Að lokum vill ég þakka ykkur sem hafa skrifað í gestabókina,það þarf mikinn kraft til að rifja þetta allt upp þó að þetta fari aldrei úr minnum okkar.Guð blessi ykkur og varðveiti.kv móðir enn í sorg.
hvenær: 2. janúar 2005 kl. 21:45
nafn: Jóhanna.
|