Viltu fá heimsókn
Hefðir þú viljað fá heimsókn frá okkur í félaginu þegar þú misstir þitt barn?

Nei

 

 

 

Hér getur þú lesið það sem skrifað hefur verið í gestabókina Lítilla Engla. Ef þú vilt skilja eftir skilaboð, skrifaðu í gestabókina.
Fjöldi færslna í gestabókinni er 314.
Þú er að skoða færslur 17-24.
 


hvenær: 31. maí 2007 kl. 16:19
nafn: Halla  ::  emblanott@hotmail.com
texti: Þetta er rosalega falleg síða. Ég missti lítinn strák fyrir tæplega viku siðan eftir 18 vikna meðgöngu og þetta er það erfiðasta sem að ég hef gengið í gegnum.Það er gott að vita að það er hægt að leita á stað eins og þennan. Kv Halla

hvenær: 26. maí 2007 kl. 20:38
nafn: Hulda Björk
texti: Rosalega flott síða misti litla stelpu árið 2000var komin rúmlega 5 mánuði á leið skoða þessa síðu oft Huldea

hvenær: 23. maí 2007 kl. 21:52
nafn: harpa
texti: fín síða. ég eignaðist andvana dreng eftir 7 mánaða meðgöngu þann 12 ágúst 2006.

hvenær: 11. maí 2007 kl. 10:01
nafn: Svala   ::  svalah@mi.is
texti: Ég misti fyrir þrem vikum kominn 10 vikur. Það er erfitt á þeim degi sem ég misti. Ég keypti fallegt kerti til að friða hjartað mitt. Takk fyrir að hafa svona góa síðu. Það huggaði mig strax að það er fleiri en ég sem ganga í gegnum þetta. Og hvað það er svakalega sárt. Maðurinn minn tókst á við þetta með mér og þetta hefur þjappað okkur saman frekar en hitt.

hvenær: 1. maí 2007 kl. 17:48
nafn: Elva Dögg   ::  elva_bloomy@hotmail.com
texti: Ég var að missa fyrir 6 dögum og var voða fegin að sjá að þessi síða er til. Það hjálpar að vita að það eru fleiri í mínum sporum því að ég ég ekki orð yfir hvað þetta er óendanlega sárt og erfitt. Finnst ég vera svo ein í heiminum, maðurinn minn tekst allt öðruvísi á við þetta en ég og finnst mér þessi atburður hafa fært okkur í sundur. Hefði verið komin 16 vikur í dag ef ég hefði fengið að halda englinum mínum. Takk fyrir góða síðu, Elva

hvenær: 20. febrúar 2007 kl. 13:40
nafn: Matta  ::  heta@torg.is
texti: Í dag er 3 ár sem litla stelpan min fæddist og fór fra mommu sinni en eg sakna þin allaf og hugsa alltaf til þetta er skritid ad þetta lidur svo hratt eg mun allaf elska þig þu fekkst ekki ad vera hja mer gud vildi taka þig fra mer en æi mamma þin hugsar alltaf og elska þig ut af lifinu gud blessadu litla stelpuna mina :)loveu u elskan mina ;)

hvenær: 5. febrúar 2007 kl. 23:33
nafn: Elísabet  ::  elisabetuj@simnet.is
texti: Takk innilega fyrir alveg frábæra síðu, það var sko full þörf á svona síðu þar sem að Foreldrar og aðstandendur lítilla Engla geta stutt hvern annan og rætt saman um sorgina sem að því fylgir að missa lítinn Engil. Kær kveðja Elísabet & Fjölskylda

hvenær: 4. febrúar 2007 kl. 23:14
nafn: Amma
texti: Hérna sit ég við tölvuna og skoða þessa fallegu síðu. Ég er enn með tárin í augunum eftir að hafa skoðað myndirnar af elsku litla drengnum ( englinum ) sem við áttum von á i júní. Sonur minn og tengdadóttir ákváðu að sjá litla engilinn og leyfa okkur ömmum og öfum að taka þátt í því með sér og ég vildi segja við ykkur sem standið frammi fyrir því að sjá barnið eða ekki, það skulið þið gera eins og þau ráðleggja uppá spítala. þau vita alveg hvað þau segja. Núna eigum við yndislega minningu um þennan litla engil sem ekki gat fengið að vera með okkur og sú minning verður ekki tekin frá okkur. Kveðja Amma í sorg

 

© 2002 Litlir Englar   •   litlirenglar@litlirenglar.is